Sjól Mótin Félagið Sjóstöng

Sjóstöng

Sjöstöng Sjóstöng eða sjóstangaveiði er rammíslenskt sport sem býður upp á mikla veiðivon og stóra og fjölbreytta fiska. Veitt er með sjóstöngum í bátum við strendur landsins.

Draumurinn

Í hugum landkrabba lifir draumurinn um að komast út í náttúruna, burt úr amstri dagsins og að sigla út á haf. Að sjá hvali eða jafnvel háhyrninga. Fuglinn. Að sjá sjóinn lýsast upp þegar þrír stórir þorskar nálgast yfirborðið. Að veiða undir hamravegg í miklu fuglalífi. Að kippa í blíðskaparveðri með höfrunga að leik í bógöldunni. Að sjá síli út um allan sjó, kannski sílasker og lífið sem fylgir. Að berjast við þrjá sprettharða ufsa í sama rennslinu. Að losa kokgleyptan öngul úr steinbítskjafti. Að vera aðframkominn í miklu fiskiríi.

Hvernig?

Ekki er nauðsynlegt að eiga sinn eiginn bát því hægt er að skella sér á sjóstöng með sjóstangaveiðifélagi. Haldin eru kynningar-, innanfélags- og aðalmót á hverju ári. Fyrst um sinn dugar að vera með og njóta, en áður en langt um líður fer þráin eftir þeim stóra að heltaka veiðimanninn.

Keppnisgjaldi er stillt í hóf eða 15.000 kr. fyrir aðgang að bát og skipstjóra og veisluhöldum á aðalmótum.

Allir eru velkomnir á kynningar- og innanfélagsmót og taka formenn félaganna fyrirspurnum vel.

> Upplýsingar um félögin eru hér.

> Upplýsingar um mótin eru hér.

> Einnig má senda fyrirspurn á Sjól, á netfangið .

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani