Fyrsta móti ársins er lokið, en það var 30 ára afmælismót SJÓSKIP.
Ævintýralegur afli var á mótinu. 26,7 tonn, stór og fallegur þorskur.
Jón Einarsson og Björg Guðlaugsdóttir fengu flest stig.
Jón Einarsson og Beata Makilla voru aflahæst.
Á fyrri deginum slógu tveir veiðimenn met frá árinu 2018 yfir mest veiddan afla á einum degi. Fyrra metið átti Jóhann Ragnar Kjartansson 1.085,8 kg.
Jón Einarsson með skipstjóra Snæbjörn Sigurgeirsson á Geira HU-69 veiddi 1.096,40 kg.
Hersir Gíslason með skipstjóra Guðmund Svavarsson á Lóunni KÓ-177 veiddi 1.088,94 kg.
Sannarlega ævintýraleg veiði.
Við þökkum SJÓSKIP fyrir mjög gott mót.
Skoða má úrslitin nánar í mótskerfi Sjól.