Sjól Mótin Félagið Sjóstöng
Aðildarfélög Veiðireglur Lög

Landssamband sjóstangaveiðifélaga

Tilgangur Sjól er að vera málsvari sjóstangaveiðifélaga á Íslandi.

Stuðla að góðri samvinnu við stjórnvöld varðandi mótshald og auka skilning þeirra og almennings á málefnum sjóstangaveiðiíþróttarinnar.

Að semja og gefa út samræmdar reglur um sjóstangaveiði, mótahald og um keppni. Halda skrá yfir stærstu fiska hverrar tegundar sem veiðast í mótum aðildarfélaganna.

Að miðla upplýsingum um keppnir í sjóstangaveiði á Íslandi, m.a. um væntanleg mót, úrslit móta, stigagjöf til Íslandsmeistara auk ýmissa gagnlegra upplýsinga sem geti eflt og aukið þekkingu og virðingu á sjóstangaveiðiíþróttinni.

Að stuðla að góðum samskiptum við erlend sem og innlend sjóstangaveiðisambönd og vera forsvarsmönnum ferðamála innan handa varðandi erlenda veiðimenn sem stunda vilja íþróttina hér á landi.

Jafna ágreining sem upp kann að koma milli aðildarfélaga. Sjól hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum ef aðilar óska þess.

Stjórn

Formaður: Elín Snorradóttir. Sjór

Ritari: Marinó Njálsson. Sjór

Gjaldkeri: Þiðrik Unason. Sjósigl

Kt. 670907-2360

Félagatal

Yfirlit yfir keppendur má fá í mótskerfinu.

> http://mot.sjol.is/x/pMbrs

Facebook

Tilkynningar um mót og annað eru sendar út með Facebook.

> https://www.facebook.com/sjostong

Fundir

> Aðalfundur 8. mars 2024

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani