Sjól Mótin Félagið Sjóstöng
Aðildarfélög Veiðireglur Lög

Formannafundur Sjól 14. september 2024 fundargerð

Dagsetning: 19.09.2024 kl. 10:00 – 12:53.

Viðfangsefni: Formannafundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18.

Fundarritari: Marinó Njálsson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir formaður Sjól, Marinó Njálsson ritari Sjól, Guðrún María Jóhannsdóttir formaður Sjóak, Kjartan Gunnsteinsson formaður Sjór, Þiðrik Unason gjaldkeri Sjól og formaður Sjósigl, Sigurjón Helgi Hjelm formaður Sjósnæ, Matthías Sveinsson formaður Sjónes og Marinó Jóhannesson formaður Sjóskip.

Fjarverandi: Guðjón Örn Sigtryggsson, formaður Sjóve.

Einnig sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar: Skúli Már Matthíasson frá Sjóskip, Lúther Einarsson frá Sjór, Björg Guðlaugsdóttir frá Sjósnæ, Jón Sævar Sigurðsson frá Sjósigl, Kári Hilmarsson frá Sjónes og Pálmar Einarsson frá Sjór.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Stungið var upp á Elínu sem fundarstjóra og Marinó sem fundarritara. Samþykkt.

2. Umsóknir mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta 2025

Nokkur umræða var um dagsetningarnar.

Fundarmenn lýstu áhyggjum af Sjóve. Elín hafði heyrt í fulltrúum þeirra og talaði aðeins fyrir þeirra hönd, án ábyrgðar. Þetta er þriðji formannafundurinn sem formaður Sjóve mætir ekki á, auk þess sem mót hafa fallið niður undanfarin ár. Slæmt ástandi.

Óskir félaga um veiðidaga fyrir veiðisumarið 2025 eru eftirafandi:

Félag Aðalmót Innanfélagsmót Kynningarmót
SJÓSKIP 25. og 26. apríl - Akranes 15. mars - Akranes 5. júlí - Akranes
SJÓVE 9. og 10. maí - Vestmannaeyjar 21. júní - Vestmannaeyjar
SJÓSNÆ 16. og 17. maí - Ólafsvík 2. maí - Rif Rif
SJÓR 13. og 14. júní - Patreksfjörður 3. eða 10.maí - Grundarfjörður Óákv.
SJÓNES 18. og 19. júlí - Neskaupsstaður 24. ágúst - Neskaupsstaður
SJÓSIGL 8. og 9. ágúst - Siglufjörður 20. eða 27 júlí - Siglufjörður 21. júní - Siglufjörður
SJÓAK 15. og 16. ágúst - Dalvík 28.júní - Óákv. 26. apríl - Óákv.

Skiladagur til Fiskistofu er 1. des.

Elín óskaði eftir að formenn skiluðu til sín umsóknum til yfirlestrar fyrir 25.nóv. Einnig lagabreytingum aðildarfélaga ef einhverjar hafa orðir.

Elín mun senda póst á formenn þegar Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir.

3. Tímasetning aðalfundar SJÓL 2025

Elín lagði til 8. mars. Samþykkt.

4. Staðsetning aðalfundar SJÓL 2025

Elín lagði til Höllina. kl. 10:00. Samþykkt.

5. Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2024

Úr ræðu formanns:

Haldin voru 6 aðalmót eftir lögum og veiðireglum SJÓL, einnig voru 4 innanfélagsmót haldin. En SJÓVE hélt hvorki aðalmót sitt né innanfélagsmót, auk þess sem SJÓR og SJÓSKIP héldu ekki sín innanfélagsmót að þessu sinni.

Alls veiddust á aðalmótunum 120.665 kg og á innanfélags og kynningarmótunum 10.638 kg og var heildarafli sumarsins 131.303 kg.

SJÓAK fagnaði 60 ára afmæli og SJÓSKIP 30 ára afmæli og óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann.

SJÓAK og SJÓSIGL héldu nýliðamót til kynningar á sportinu og tókst það mjög vel og er það komið til að vera.

Töluvert var um breytingar á veiðidögum þá á innanfélags og kynningarmótum.

Heilt yfir gengu mótin mjög vel fyrir sig þó að oft komi upp hnökrar en það er einmitt gott að læra af þeim og taka það til umfjöllunar einmitt hér á þessum fundi.

6. Tillögur um breytingar á lögum SJÓL og veiðireglum

Elín lagði til að breyta 3. gr. til að skapa verkfæri til að grípa inn í ef stjórn félags er óstarfhæf. Komi það upp að stjórn sé óstærfhæf þá geti Sjól sett bráðabrygðarstjórn yfir félagið og tekið það í fóstur.

Umræður fóru fram hvernig best væri að koma því fyrir. Nefnt var að mesta áskorunin sé þó alltaf að virkja nýtt fólk.

Elín ætlar að hugsa betur, smíða tillögu og senda formönnum sem drög og til frekari umræðu, fá athugasemdir og klára í samvinnu fyrir aðalfund.

7. Önnur mál

a. Umsóknir um úthlutun til fiskistofu

Elín afhenti töflu yfir úthlutanir 2024 og hvað var veitt.

Félag Umsókn Úthlutað Skerðing Afli: á aðalmóti á innanfélagsmóti Mismunur
SJÓNES 25.000 19.268 5.732 17.779 2.378 -889
SJÓR 40.000 30.829 9.171 15.653 0 15.176
SJÓSKIP 25.000 19.268 5.732 26.812 0 -7.544
SJÓVE 25.000 19.268 5.732 0 0 19.268
SJÓSNÆ 34.000 26.205 7.795 23.441 1.427 1.337
SJÓSIGL 29.000 22.351 6.649 18.754 2.873 724
SJÓAK 52.500 40.463 12.037 18.226 3.960 18.277
Samtals 230.500 177.652 52.848 120.665 10.638

Marinó fór fram á að fá meira úthlutað enda í annað skiptið sem Sjóskip fer fram yfir úthlutun.

Kjartan íhugaði hvort Sjól gæti fengið heildarpotti úthlutað. Elín lýsti því að Fiskistofa hefur marg oft neitað því.

Elín sagði frá samskiptum við Fiskistofu undanfarin ár, m.a. vegna laga-/reglubreytinga hjá stjórnvöldum. Í kjölfarið voru lögin/reglurnar hertar og að nú væri erfiðara að halda sjóstangaveiðimót. Þiðrik lýsti því að í raun geta allir stofnað sjóstangaveiðifélag, ef það fellur undir lögin.

Marinó lýsti samskiptum við Fiskistofu vegna umframafla.

Þiðrik lýsti hvernig nokkur félög hefðu þurft að skerða veiðitíma móts, þegar áætlaður afli báta á móti nálgaðist úthutuðun félagsins. Sárgrætileg þegar önnur félög í mótaröðinni geta ekki nýtt sína úthlutun að fullu.

Kjartan lýsti óheppni með veður og reiknar með að sækja um það sama.

Áður höfðu verið umræður um kvótakerfið, um hversu óþjált kerfið er fyrir félög í mótaröð Sjól. Hvorki er hægt að fá heildarúthlutun fyrir Sjól-mótaröðina né að færa ónýtt úthutuð tonn á milli sjóstangaveiðifélaga.

Eftir stendur að samanlagðar úthutanir sjóstangaveiðifélaga innan Sjól eru aldrei fullnýttar.

b. Tilkynningar til Fiskistofu

Elín áréttaði við formenn að tilkynni allar móta-breytingar (tíma, stað, báta o.fl.) til formanns Sjól, svo hann geti sent upplýsingar áfram til Fiskistofu.

Í kjölfarið var nefnt að betra sé að vera með fleiri báta skráða á mót en þarf, skrá varabáta og senda þá alla til Fiskistofu. Nauðsynlegar athuganir fara fram, svo sem á gildu haffærnisskírteini og bátalisti sendur til Landhelgisgæslunnar.

Hafa tilbúna bátalista á miðvikudegi.

Ef eitthvað kemur uppá að morgni veiðidags og skrá þarf nýjan bát eru engir starfsmenn á skrifstofum þessara stofnanna til að bregðast við.

Kjartan lýsti hversu gott er að hafa marga varabáta, t.d. dugðu þrír varabátar rétt svo í sumar.

Þiðrik nefndi að ýmislegt getur komið uppá, t.d. var einn bátur ekki með haffærniskírteini og kom það ekki í ljós vegna tímaskorts hjá Fiskistofu.

c. Afreikningar

Elín óskaði eftir að mótshaldarar sendi lokaútgáfu afreiknings til formanns Sjól þegar hann er tilbúninn. Fiskistofa vill fá lokaútgáfu afreiknings, ekki drög.

d. Mótssetning og hlutverk trúnarmanna

Elín nefndi að brotalöm hefði komið upp á mótssetningu í sumar, t.d. engin formleg mótssetning. Kvartanir bárust.

Í 10 gr. veiðireglnanna er talað um mótssetningar, að mótsgögn skulu afhent skriflega.

Marinó nefndi að oft vantar fólk frá Reykjavík á mótssetningu auk þess hafi allt hafi verið í rugli með trúnaðarmannaskýrslur hjá þeim í sumar, vantaði alls konar upplýsingar.

Þiðrik benti á að ekki þarf að bjóða uppá veitingar til að einfalda mótssetingu og hversu mikið væri að gera fyrir mót.

Nefnt var að oft stæðu trúnaðarmenn sig ekki við upplýsingagjöf, vantaði upplýsingar, t.d. kassafjölda á skýrslu. Hnykkja þarf á hlutverki trúnaðarmanna, klára skráninguna á bryggjunni, trúnaðarmenn þurfa að stýra löndunni, o.fl. Áður fyrir fundaði mótsstjórn með trúnaðamönnum sérstaklega á mótssetningu.

Guðrún nefndi að kynna þyrfti hlutverk trúnaðarmannsins betur.

Elín nefndi að tilvalið væri að setja upp staðlaðan gátlista fyrir trúnarmenn á heimasíðu Sjól.

Þiðrik og Marinó voru sammála um að alltaf sé hægt að gera betur.

Elín: Frábær umræða.

Setja þarf upp gátlista fyrir trúnarmenn á sjól.is í samvinnu við formenn.

e. Veiðireglur - dómnefnd

Matthías nefndi að breyta þurfi veiðireglum í samræmi við fyrri breytingar. Orðið “dómnefnd” kemur fyrir á þremur stöðum.

Stjórn Sjór skoðar og undirbýr lagabreytingu.

f. Veiðireglur - óásættanleg hegðun keppenda

Þiðrik velti fyrir sér hvaða ráð skipstjórar hefur ef hegðun keppenda er óásættanleg, t.d. vegna áfengis eða lyfja.

Elín nefndi að í veiðireglum Sjól, 7. gr. Hlutverk trúnaðarmanns, g. lið, er tekið á þessu.

Ef keppandi gerir sig sekan um alvarlega misnotkun áfengis eða annarra vímuefna, fylgir ekki settum reglum eða gerir eitthvað á hlut annarra keppenda, áhafnar og starfsmanna mótsins sem ámælisvert getur talist, ber að tilkynna það til mótsstjóra. Mótsstjórn er heimilt að áminna veiðimann vegna ámælisverðra brota og/eða meina honum frekari þátttöku. Mótsstjórn sem áminnir eða meinar veiðimanni þátttöku skal tilkynna viðkomandi það skriflega og senda stjórn Sjól afrit af bréfinu.

Nefnt var að þessi grein er undir liðnum “Hlutverk trúnaðarmanns”.

Það færi kannski betur á því kynna hana öllum þátttakendum, bjóða skipstjórum og öllum keppendum að tilkynna mótsstjórn slíka hegðun.

g. Könnun um virkni aðildarfélaga

Elín óskaði eftir upplýsingum um hvernig formenn boðuðu til aðalfundar og hversu margir mæta á aðalfund.

Þiðrik: Auglýsa víða, enginn mætir nema stjórnin.
Kjartan: Með tölvu pósti, á heimasíðu og facebook. Mæting: stjórn + 2-3.
Helgi: Á facebook. Síðast mættu 15 (boðið upp á pizzu).
Matti: Tölvupóstur og facebook. Boðið upp á mat og drykki. 20 á aðalfundi og 30 samt. í mat.
Marinó: Hringir í menn, örfáir félagar.
Guðrún: Á facebook. Boðið upp á mat og drykk. 20-30 manns með mökum.

h. Fáliðað hjá Sjósigl

Þiðrik lýsti vandræðum hjá Sjósigl, fáliðað, félagið í hættu!

i. Leynd yfir aflatölum

Talað var um tuð vegna leyndar yfir aflatölum fyrir lokahóf. Sérstaklega frá fólki í landi sem ekki var að veiða.

Þiðrik spurði hvort við eigum að halda leyndinni áfram? Eitt eða tvö mót?

Guðrún nefndi að auglýsa þyrfti leyndina betur fyrir mót, að tölur yrðu ekki birtar.

Spurning um að birta ekki stig til Íslandsmeistara síðasta mótið, eða síðusu tvö, þrú?, en birta þó alltaf aflatölur.

Stjórn skoðar betur.

j. Lokahóf, staðseting

Elín auglýsti eftir nýrri staðsetningu fyrir lokahóf á næsta ári. Umræða.

Endanlega ákvörðun tekin á næsta aðalfundi.

k. Sjóve

Mótshald hefur fallið niður tvö ár í röð. Rætt var um að bjóða þeim aðstoð við mótshald.

l. MSC-vottun

Guðrún nefndi MSC-vottunar númer. Óljós staða. Elín nefndi að veiðafærið væri vottað sem sjóstangaveiðifiskur, handfæri. Nefnt var að Pétur væri líklegast með þetta leyfisbréf.

Skoða betur.

Spurningar áheyrnarfulltrúa

Engar spurningar.

Fundi slitið. 12:53.

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani