Dagsetning: 08.03.2025 kl. 10:00-13:15
Staður: Reykjavík, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Marinó Njálsson, ritari Sjól.
Fundaraðilar: Elín Snorradóttir Sjór formaður Sjól og fulltrúi Sjóve í þeirra umboði. Elín sat fundinn með fjarfundarbúnaði frá Spáni. Vilborg Hreinsdóttir formaður Sjóak og Friðrik Yngvason fulltrúi Sjóak. Kjartan Gunnsteinsson formaður Sjór og Gylfi Ingason fulltrúi Sjór. Marinó Jóhannesson formaður Sjóskip og Skúli Már Matthíasson fulltrúi Sjóskip. Þiðrik Unason formaður Sjósigl og gjaldkeri Sjól og Gunnar Magnússon fulltrúi Sjósigl. Sigurjón Helgi Hjelm formaður Sjósnæ og Gunnar Jónsson fulltrúi Sjósnæ.
Auk þess sátu fundinn Sigurjón Már Birgisson Sjóskip, Lúther Einarsson Sjór skoðunarmaður reikninga og Marinó Njálsson Sjór ritari Sjól.
Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.
Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00.
A. Kosning fundarstjóra og ritara
B. Skýrsla stjórnar
C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
D. Lagabreytingar
E. Kosning formanns
F. Kosning stjórnar (gjaldkeri og ritari)
G. Kosning skoðunarmanna
H. Ákvörðun árgjalds
I. Önnur mál
Mættir fulltrúar kusu Elínu Snorradóttir sem fundarstjóra og Marinó Njálsson sem fundarritara.
Elín tók við fundarstjórn og gerði hún grein fyrir því að hún hefði kynnt sér boðun fundarins og væri hún í samræmi við lög Sjól, einnig gerði hún grein fyrir því að rétt til setu á fundinum ættu 14 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum og á fundinn væru mættir 11 fulltrúar með atkvæðisrétt frá 6 aðildarfélögum.
Að því búnu lýsti Elín fundinn lögmætan aðalfund Landsambands sjóstangaveiðifélaga.
Elín flutti skýrslu stjórnar, skýrslan er orðrétt hér að neðan.
Ágætu félagar!
Starfsár SJÓL hófst að afloknum aðalfundi landssambandsins sem haldinn var laugardaginn 8. mars 2024 í Höllinni í Reykjavík. Formaður á árinu var Elín Snorradóttir en hún var kjörin á aðalfundi 2023 og situr í 2 ár til 2025. Í stjórn til eins árs voru kosnir: Þiðrik H Unason SJÓSIGL, gjaldkeri og Marinó Njálsson SJÓR, ritari.
Samskipti stjórnar SJÓL á árinu fór að mestu leyti fram í gegnum tölvupósta og síma og fjarfundi .
Formannafundur 2024. Formannafundur aðildarfélaga Sjól var haldinn 14.09.2024 í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík. Viðstaddir voru formenn allra félaga nema SJÓVE sem og 6 áheyrnafulltrúa en ákveðið var að opna fundinn fyrir áheyrn sem tókst mjög vel til auk þeirra sátu stjórnarmenn SJÓL þau Elín,Marinó og Þiðrik fundinn. Að öðru leyti er vísað til fundargerðar formannafundarins.
Mót sumarsins 2024. Öll aðildarfélög SJÓL nema SJÓVE héldu sitt aðalmót á árinu 2024. Öll félögin nema SJÓVE , SJÓR og SJÓSKIP héldu sitt innanfélagsmót ,ágætlega fiskaðist á þessum mótum og var heildarafli þeirra á aðalmótunum 120.665 kg og á innanfélagsmótunum 10.638 kg samtals var heildarveiði sumarsins 2024, 131.303kg.
Lokahóf 2024. Lokahófið var haldið 14.09.2024 í Höllinni. Íslandsmeistari í karlaflokki var Jón Einarsson SJÓSNÆ og í kvennaflokki Björg Guðlaugsdóttir SJÓSNÆ. Verðlaun á lokahófi voru vegleg auk bikara voru gjafabréf frá Vesturröst og Cintamani auk úrsins sem Gilbert gefur þeim veiðimanni sem veiðir flestar tegundir en að þessu sinni var það Björg Guðlaugsdóttir SJÓSNÆ. Einnig voru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og gaf Gilbert einnig skipstjóranum úr en aflahæsti skipstjórinn 2024 var Snæbjörn Sigurgeirsson.
Umsóknir um veiðidaga. Þann 25 nóvember síðastliðinn voru umsóknum um skráningu á afla á opinberum sjóstangaveiðimótum fyrir 7 félög skilað inn til Fiskistofu eins og kveður á um í reglugerðinni. Þann 19 des s.l. hafði lögfræðingur Fiskistofu Hildur Jana Júlíusdóttir samband við mig og sagðist ekki geta afgreitt þessi veiðileyfi þar sem þau væru langt umfram 200 tonna pottinn og samkvæmt reglugerð mætti Fiskistofa ekki beyta flötum niðurskurði eins og reyndar hafði verið gert síðastliðinn ár en reglugerðin hljóðar svona
Telji Fiskistofa að fjöldi umsókna, eða áætlað umfang opinberra sjóstangaveiðimóta samkvæmt þeim, muni geta leitt af sér meiri afla en nemur 200 lestum, er Fiskistofu heimilt að takmarka veitingu vilyrða skv. 1. mgr. 1. gr. við tiltekinn fjölda móta. Fiskistofu er heimilt að boða umsækjendur á fund til að leita sjónarmiða þeirra til mögulegrar takmörkunar á fjölda áformaðra móta eða breytinga á fyrirkomulagi þeirra. Þá er heimilt að láta hlutkesti ráða úthlutun.
Fiskistofa vildi helst ekki beyta þessum aðgerðum þ.a.s að láta hlutkesti ráða úthlutun vildi að öll félögin hafa leyfi og lagði til að félögin lækku umsóknir sínar niður og hefðu þær raunhæfar miðað við veiði fyrri ára og fengu í kjölfarið á þessu samtali bréf þess efnis frá Fiskistofu. Í kjölfarið af þessu fór í gang mikil vinna hjá Formanni SJÓL í tugum símtala og tölvupóstum um jól og áramót og var ákveðið að taka flatan niðurskuð á öll félögin um 26% þar sem vonlaust var að fara í þá vinnu sökum tímaskorts og fjarveru margra formanna að reikna þetta niður á hvert félag miðað við veiði fyrri ára, þann 4 janúar s.l. sendi svo SJÓL inn nýjar umsóknir fyrir hönd félagann inn til Fiskistofu og voru veiðileyfin afgreiddidd þann 24 janúar s.l. og bárust félögunum fáeinum dögum seinna og fengu öll 7 félögin leyfi.
Stæðust verkefni SJÓL á árinu. Samskipti við Fiskistofu . Umsóknir um skráningu á afla/veiðileyfin, skýrslur til Fiskistofu fyrir og eftir öll mót og öll önnur umsýsla er varðar Fiskistofu . Samskipti við aðildarfélögin. Breytingar á veiðireglum. Breytingar á lögum. Útgáfa reikninga á félögin vegna félagsgjalda til SJÓL SJÓL grunnurinn/reiknikerfið Marinó Njálsson hefur nú tekið yfir grunninn af Bjarna og hefur hann nú unnið við að uppfæra SJÓL vefinn og hefur einnig verið að vinna í mótskerfinu. Undirbúiningur Formannafundar og Aðalfundar. Undirbúiningur lokahófs salur, matur og vegna verðlaunaafhendingar þ.e.a.s. verðlaunagripir og gjafabréf fyrir afrek sumarsins og síðast en ekki síst ótal tölvupóstar, símtöl og fjarfundir. Ég vil þakka meðstjórnendum mínum í stjórn SJÓL og við í stjórn SJÓL viljum þakka öllum formönnum og öðrum stjórnarmönnum sjóstangaveiðifélaganna innan SJÓL fyrir gott samstarf.
Reykjavík 8. mars 2025
Fyrir hönd stjórnar SJÓL,
Elín Snorradóttir Formaður SJÓL
Í kjölfarið spurði Friðrik hvernig viðmótið hjá Fiskistofu hefði verið. Elín sagði það gjörbreytt, á friðsamleg nótum. Virðing á milli aðila. Auk þess lýsti Þiðrik samskiptum við formenn út af Fiskistofu málum, að þau samskipti hefðu verið til fyrirmyndar.
Fundarstjóri bar skýrsluna undir atkvæði.
Skýrslan var samþykkt samhljóða.
Gjaldkeri Sjól Þiðrik Unason lagði fram ársreikninga fyrir árið 2024 og útskýrði þá.
Fram kom hjá Þiðrik að reikningarnir hefðu verið teknir til skoðunar af Lúther Einarssyni og Guðrúnu Maríu Jóhannsdóttur.
Niðurstaða: 899 þús hagnaður. En Sjóve skuldar félagsgjöld til tveggja ára.
Ársreikningur Sjól 2024 var samþykktur samhljóða og án athugasemda.
Ein lagabreyting lá fyrir fundinum.
Lagabreyting viðauki við 3gr.
Aðildarfélög
6. Verði Sjóstangaveiðifélag óstarfhæft sökum óstarfhæfrar
stjórnar og getur ekki haldið mót samkvæmt lögum og veiðireglum
SJÓL skal leggja félagið inn til stjórnar SJÓL sem tekur félagið
að sér og reynir eftir fremsta megni að koma á fót nýrri stjórn
innan 2 ára. Ef full reynt verður að framkvæma það innan þess tíma
skal slíta félaginu samkvæmt lögum þess.
Greinagerð/rökstuðningur
Þessi viðauki er hugsaður til þess að ekki verði hægt að láta
félag daga uppi í höndum á óstarfhæfum stjórnum og er þá hugsunin
sú að SJÓL grípi inn í og reyni að koma á fót starfhæfri stjórn í
því félagi svo að hægt verði að halda starfseminni áfram, halda
mót og halda félaginu gangandi. Það kemur einnig í veg fyrir að
félagi verði slitið án þess að aðstoð við endurreisn þess hafi
verið fengin og fullreynd.
Töluverð umræða átti sér stað.
Nefnt var að til þess að Sjól gæti tekið að sér aðildarfélag eða starfað fyrir hönd þess þyrftu samþykktir innan aðildarfélaganna að vera til staðar.
Á móti var nefnt að eitthvað tæki þyrfti Sjól að hafa til að höggva á hnúta þegar rekstur aðildarfélaga siglir í strand eða gengur illa að halda mót. Og þá frekar í formi aðstoðar.
Nú snérist umræðan að Sjóve sem hefur ekki haldið mót í tvö ár. Áhyggjum lýst. Skemmtilegur veiðistaður og mikill skaði að missa hann úr mótaröðinni. Einhver vandræði eru innan Sjóve sem verður ekki farið nánar út í hér.
Rætt var um að Sjól og aðildarfélögin beittu sér að fremsta megni til þess að koma málum á réttan kjöl út í eyjum. Samþykkt samhljóða.
Yfirlýsing: Stjórn Sjól og aðalfundur Sjól hefur miklar áhyggjur af því ólagi sem virðist vera komin upp á starfsemi Sjóve. Samþykkt samhljóða.
Burt séð frá missinum af mótahaldi út í eyjum undanfarin ár var það líka nefnd að eftir liggja ónýttar kvótaúthlutanir sem bitnar svo á mótahaldi annarra. Vangaveltur voru um hvort Sjóve ætti yfir höfuð rétt á úthlutun.
Gunnar Sjósnæ lagði til að stofnuð yrði nefnd með hann sem formann til að reyna að greiða úr málum Sjóve. Samþykkt samhljóða.
Elín lagði svo til að tillagan að lagabreytingunni yrði geymd.
Fyrir fund var Elín, formaður í 8 ár og í stjórn í 14 ár, búin að lýsa því yfir að hún biði sig ekki fram aftur. Elín óskaði eftir framboðum. Sigurjón Már Birgisson Sjóskip var fyrir fund búinn að lýsa yfir framboði sem formaður til 2ja ára. Engin önnur framboð bárust.
Sigurjón var samþykkur samhljóða með lófataki.
Þiðrik Unason Sjósigl gaf kost á sér áfram sem gjaldkeri og Marinó Njálsson Sjór gaf kost á sér áfram sem ritari.
Samþykktir samhljóða með lófataki.
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Lúther Einarsson og Vilborg Hreinsdóttir, ef Guðrún María vill ekki vera áfram.
Samþykkt samhljóða með lófataki.
Tillaga frá stjórn: Árgjald óbreytt, 4 % af afreikningi móts sem telur til Íslandsmeistara og 35.000 kr. lágmarksgjald.
Samþykkt samhljóða.
Nú var klukkan orðin 11:40 og gert hlé á fundi.
Elín óskar eftir tillögum. Ýmsar skoðanir á lofti. Þiðrik lýsti áhuga á að halda lokahóf Sjól í lok afmælismóts Sjósigl árið 2029. Þiðrik lagði til að halda lokahóf Sjól með lokahófi aðalmóts Sjóak í ár. En þá þyrfti að finna annan tíma fyrir formannafund.
Nefnt var að Jón Sævar hefði áður komið með tillögu um að halda formannafund og lokahóf á Hótel Örk.
Helsta skilyrðið er að halda lokahóf Sjól ekki of langt frá síðasta móti sumarsins.
Nefndar voru dagsetningarnar: 7. 13. og 20. sept.
Vilborg nefndi að sumarverð á hótelum sé enn í gang í sept. Sumarverð getur verið helmingi dýrara.
Gunnar Sjósnæ stakk upp á að stefna á 4.okt. sem viðmiðun. Staðsetning: Hótel Örk, kannski.
Enginn hreyfir andmælum.
Elín leggur til að stjórn Sjól og formenn félaganna vinna í sameiningu að framkvæmd og fyrirkomulag.
Samþykkt.
Í fyrra voru tölur tveggja síðustu mótanna falin á heimasíðu Sjól til að halda spennu fram að lokahófi. En vandræði hlutust af þeirri framkvæmd.
Á lokamótinu var blótað mikið og haft hátt. Aðalega fólk í landi.
Nefnt var að leynd skapaði “endalaus leiðindi fyrir mótshaldara”, en á móti væri skemmtilegt að halda spennu.
Nefnt var að kannski mætti loka bara fyrir stig til Íslandsmeistara, en á móti kunna aðilar að reiknað út stig út frá aflatölum.
Lagt var til að prófa í eitt ár að hafa opinn aðgang.
Samþykkt samhljóða.
Nú áttu sér stað umræður um mótskerfið og aðgangsstýringar. En grunur hafði skapast um að einhver sjái of mikið. Ljóst er að formenn sjá ekki mót annarra. Elín nefndi að nauðsynlegt væri að hafa bakland hjá ákveðnum súperuserum og með slíkum aðgangi fylgir þagnarskylda.
Þiðrik leggur til að Marinó ritari og Sigurjón formaður hafi einir súperaðgang.
Lagt var til að fara þyrfti yfir aðgangsmál í kerfinu. Súperúsera og formannaaðgang.
Ræddar voru kvótaumsóknir. Friðrik spurði: Hvað gerist ef veitt er umfram kvótaúthlutanir? Marinó lýsti því að Sjóskip hefði ekki þurft að greiða neinar sektargreiðslu sl. sumar þegar Sjóskip fór fram yfir úthlutaðan kvóta, en félagið missti þó skiljanlega innanfélags- og kynningarmót. Getur verið að Fiskistofa sekti ekki ef ekki er farið yfir 200 tonn af heildinni. Óvíst.
Rætt var mikið um lagaumhverfið og ráð til að bæta úr og gera úthlutanirnar sanngjarnari og hagkvæmari. Getur Sjól lagt til breytingar við ráðuneytið eða Fiskistofu, eða breytt vinnubrögðum aðildarfélaga Sjól við kvótaumsóknir?
Þiðrik hvatti félög að skoða nýtingarprósentu afla undanfanrinna ára við umsóknsgerðina. Rætt var um hversu misjöfn mótin eru milli ára. Margt getur komið upp á eins og veður og aflabrestur.
Rætt var um að Sjól fengi kvóta fyrir hönd aðildarfélaga, en slíkt virðist ekki hægt nema Sjól gerist rekstraraðila allra mótanna.
Lagt var til að á formannafundi í haust kæmu formenn félaganna sér saman um raunsæja kvótaumsóknir og kláruðu málið sín á milli.
Samþykkt samhljóða.
Elín lýsti vandræðum vegna MSC-votunar sem virðist ekki virka sem skildi.
Sjóstangaveiðistangir sem veiðafæri hafa nú þegar fengið MSC vottun sem á að auðvelda sölu og gefa hærra verð. Vottunin virðist ekki fylgja með í öllu söluferlinu.
Vottun er gefin út á veiðarfærin og á bátana. Þegar bátar selja venjulega afla á markaði þá fylgir vottunin með bátunum. En í okkar tilfelli þá selja félögin aflann og þar sem félögin eru tæknilega ekki með vottunina þá fylgir hún ekki með í söluferlinu.
Sigurjón nýr formaður tekur við þessu af Elínu.
Marinó ritari sagði frá nýjung á sjol.is. Að birta veiðislóðir báta á aðalmótum á Íslandskorti í rauntíma. Auk þess talaði hann um að hvetja þátttakendur og aðalega skipstjóra til að taka myndir af keppendum við veiðar. Jafnvel að efna til myndasamkeppni yfir sumarið.
Fá mynd af veiðimanni með glansandi fisk, í bátinum með hafið í baksýn.
Fundi slitið kl. 13:15.
Marinó Njálsson ritari.