Ágæti veiðifélagi
þá er komið að Aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til Íslandsmeistara 2024 og jafnframt er þetta 60 ára afmæli SjóAk. Þetta mót er næstsíðasta mótið í mótaröðinni 2024. Róið er frá Dalvík. Keppt verður í blönduðum sveitum. Þetta árið verður boðið upp á eins dags veiði ef keppendur kjósa svo.
19:30 Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju opnar
fyrir mótsetningu.
20:00 Borðhald hefst og mótsgögn afhent.
05:30 Mæting á Dalvíkurbryggju.
06:00 Lagt af stað til veiða í 6 klst með sömu
takmörkunum og í fyrra (þegar siglt hefur verið í 17 sjómílur
byrjar veiðitíminn að telja) báða daga.
15 mín verða veittar í hafnarveiði.
Kaffi og bakkelsi verða við bryggju við heimkomu.
19:00 Móttaka í brugghúsi Kalda á Árskógssandi
með léttum veitingum, einnig verða tölur dagsins birtar á
sjol.is.
05:40 Mæting á Dalvíkurbryggju.
06:00 Lagt af stað til veiða með sama
fyrirkomulagi og á föstudeginum, 6 klst veiði eftir 17 sjómílna
siglingu.
15 mín verða veittar í hafnarveiði.
Kaffi og bakkelsi verða við bryggju við heimkomu.
Rúta verður frá Dalvík og Árskógssandi, fyrirkomulag tilkynnt á
setningu.
Múlaberg opnar sínar dyr kl. 19:30.
Teitið sett kl. 20:00.
Borðhald hefst 20:10.
Verðlaunaafhendingar og heiðursveitingar fylgja svo í
kjölfarið.
Öllum SjóAk meðlimum og mökum þeirra er boðið á lokahófið.
Mótsgjald er 15.000 og fylgir því einn miði á lokahófið, aukamiði kostar 5.000.
Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi þriðjudaginn 6. ágúst. Látið formanninn ykkar vita hvort þið viljið nýta eins dags veiði, þá hvorn daginn, hvort þið viljið rútuferð, aukamiða og hvort þið komið á lokahófið og móttökuna í Kalda.
ATH: keppendur sjá sjálfir um nesti og drykkjarföng um borð.