Sjól Mótin Félagið Sjóstöng

Staðan þegar tvö mót eru eftir og lokahóf SJÓL

Kæru félagar

Nú eru aðeins tvö mót eftir af mótaröð ársins og spennan farin að magnast.

Jón Einars leiðir karla keppnina. Hann er 47 stigum á undan Pawel. Björg leiðir kvenna keppnina, en hún er aðeins 12 stigum á undan Sigríði.

Stærsta fisk sumarsins á Gilbert en það er 24,4 kg þorskur. Daði, Pawel og Darius hafa allir veitt 8 tegundir. Pawel er kominn með 4.999 kg og Björg 3.574 kg.

Nánari stöðu má sjá á mot.sjol.is.

Lokahóf SJÓL

Lokahóf sjóstangaveiðifélaga verður haldið 14. september þar sem við samgleðjumst yfir mótum sumarsins í góðum félagsskap.

Lokahófið fer fram á Grandagarða 18, Höllin – félagsheimili SJÓR.

Takið daginn frá.

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani