Sjól Mótin Félagið Sjóstöng

Dagskrá lokahófs og formannafundur

Kæru félagar

Lokahóf sjóstangaveiðifélaga verður haldið 14. september þar sem við samgleðjumst yfir mótum sumarsins í góðum félagsskap.

Hófið fer fram í Höllinni, Grandagarði 18 (félagsheimili SJÓR), húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:30.

Enginn bar er á staðnum og þurfa gestir að koma með sín eigin drykkjarföng, þar með talið gos. Áfengir og óáfengir drykkir eru ekki á staðnum, einungis kranavatn.

Dagskrá kvöldsins verður leikin af fingrum fram með hinu rómaða happadrætti, kvöldverði, tónlist og verðlaunaafhendingu.

Ef einhverjir luma á happdrættisvinningum þá tökum við fegins hendi á móti þeim og prjónum við dagskránna á staðnum.

Miðaverð er 10.000 kr. og greiða félögin til SJÓL fyrir sína félagsmenn og eru þau ábyrg fyrir þeim fjölda sem þau hafa gefið upp.

Hlökkum til að sjá ykkur öll,
stjórn SJÓL

Formannafundur

Formannafundur SJÓL verður haldinn 14. september kl. 10:00 að Grandargarði 18, 101 Reykjavík.

Hann verður opinn félagsmönnum til áheyrnar og eru þeir velkomnir, en það skal áréttað að þeir hafa ekki rétt til þess að tjá sig á meðan fundinum stendur en verður boðið að bera upp fyrirspurnir undir liðnum önnur mál í lok fundar.

Gott tækifæri fyrir áhugasama að sýna sig og sjá aðra.

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani