Sjól Mótin Félagið Sjóstöng

Fundarboð aðalfundar SJÓL 8. mars 2025

Heil og sæl öll.

Boðað er til Aðalfundar SJÓL þann 8.mars 2025 kl. 10:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt samþykkt formannafundar frá 19.09.2024.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Ákvörðun um tímasetningu aðalfundar og fundarstað skal tekin á formannafundi SJÓL.

Stjórn SJÓL skal boða til aðalfundar með minnst 14 daga fyrirvara með tilgreindri dagskrá í fundarboði.

Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir.

Aukaaðalfund skal boða innan 30 daga ef ekki tekst að boða til lögmæts aðalfundar og telst aukaaðalfundurinn lögmætur ef meirihluti fulltrúa mætir.

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá aðalfundar

Kær kveðja, Stjórn SJÓL

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani