Um helgina fór fram þriðja landsmót sjóstangaveiðifélaga sem gildir til Íslandsmeistara. Nú var haldið til Vestmannaeyja þar sem félagar í SjóVe tóku vel á móti veiðimönnum.
17 keppendur mættu til leiks og veiddu 8,1 tonn. Tólf tegundir veiddust. Þar á meðal nýtt glæsilegt landsmet. Skata sem vó 18,95 kg. Hana veiddi Helgi Bergsson á Veigu með Sigurjón Má Guðmundsson sem skipstjóra.
Pawel Szalas og Svala Skúladóttir voru aflahæst og Kjartan Már Ívarsson aflahæsti skipstjórinn á Klakki Ve 120. Flestar tegundir fékk Helgi Bergsson á Veigu Ve 25, Sigurjón Már Guðmundsson skipstjóri. Flest stig til Íslandsmeistara fengu Sigurjón Már Birgisson og Björg Guðlaugsdóttir.
Kjartan Már Ívarsson var heiðraður fyrir mikilvægt framlag til sjóstangaveiðiíþróttarinnar. Hann hefur verið til sjós í sjö áratugi og sýndi vel hvað í honum býr þetta mót.
Áður hafa verið haldin tvö mót. Á Akranesi þar sem veiddust 14,1 tonn og á og Ólafsvík 10,8 tonn. Til Íslandsmeistara telja sex bestu veiðidagar hvers keppenda og nú eru þó nokkrir sem náð hafa þeim.
Pawel Szalas leiðir karla keppnina með 675 stig, Skúli Már Matthíasson er næstur með 648 stig og þá Sigurjón Már Birgisson með 636 stig.
Björg Guðlaugsdóttir leiðir kvenna keppnina með 673 stig en hún er sú eina sem veitt hefur sex daga í sumar.
Skoða má úrslitin nánar í mótskerfi Sjól. > mot.sjol.is
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Sjól. > facebook.com/sjostong