Um helgina (18.-19. júl.) hélt Sjóstangaveiðifélag Norðfjarðar landsmót sitt á Neskaupstað. Þetta var fimmta landsmótið í mótaröð Sjól.
Á mótinu voru 18 keppendur á sex bátum og alls veiddust 13,3 tonn.
Róbert Gils Róbertsson og Svala Skúladóttir voru aflahæst og Kristinn Hjartarson aflahæsti skipstjórinn á Nökkva NK 39. Flestar tegundir fékk Beata Makilla, 7 tegundir, á Ólsen NK77 með Kristinn Ingvarsson sem skipstjóra. Sigurjón Már Birgisson veiddi stærsta fisk mótsins sem var 23,6 kg þorskur. Flest stig til Íslandsmeistara fengu Róbert Gils og Björg Guðlaugsdóttir.
Meðal annars veiddist 8 kg steinbítur og keila sem ku vera sjaldgæft fyrir austan. Þorskurinn og steinbíturinn eru stærstu fiskar sumarsins í sinni tegund.
Skúli Már leiðir karla keppnina með 744 stig, Sigurjón Már er næstur með 714 stig og þá Pawel Szalas með 698 stig.
Björg leiðir kvenna keppnina með 719, Sigríður Rögnvaldsdóttir er næst með 683 stig og þá Vilborg Hreinsdóttir með 655 stig.
Skoða má úrslitin nánar í mótskerfi Sjól. > mot.sjol.is
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Sjól. > facebook.com/sjostong