Sjól Mótin Félagið Sjóstöng

Landsmót SJÓAK 15.- 16. ágúst 2025 á Dalvík

Þá er komið að síðasta landsmóti sumarsins í sjóstangaveiði sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils 2025.

Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum.

Boðið verður upp á eins dags veiði ef keppendur kjósa svo og verður reynt eftir fremsta megni að verða við ósk hvers og eins um hvorn daginn þeir vilja/geta veitt.

Dagskrá

Fimmtudagur 14. ágúst

19:30   Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju opnar.
20:00   Mótsetning, dregið á báta og boðið upp á léttar veitingar.

Föstudagur 15. ágúst

5:30   Mæting á bryggju.
6:00   Byrjað á 15 mínútna bryggjuveiði áður en haldið er á haf út og veitt í 7 klst.

Þegar komið er í land verður kaffi og með því á bryggjunni.

Laugardagur 16. ágúst

5:40   Mæting á bryggju.
6:00   Byrjað á 15 mínútna bryggjuveiði áður en haldið er á haf út og veitt í 6 klst.

Þegar komið er í land verður kaffi og með því á bryggjunni.

Lokahóf

Rúta verður frá Dalvík og Árskógssandi. Brottför frá Dalvík 18:45.

19:30   Múlaberg á Hótel KEA opnar sínar dyr.
20:00   Lokahóf hefst með veislumáltíð, verðlaunaafhendingu og viðurkenningar milli rétta.

Mótsgjald er 15.000.- krónur og miði á lokahófið fyrir veiðimenn og maka innifalið.

Greiðsluupplýsingar: Kt. 410607-0340 Banki. 0566-26-000393

Félagar í Sjól tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20:00. Æskilegt er að þáttökugjald sé greitt samhliða skráningu.

Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til formanns SjóAk Vilborgar Hreinsdóttur í síma 896-5393 eða

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt og drykki um borð.

Kær kveðja,
stjórn SjóAk.

Aflatölur: mot.sjol.is - Sjókort: kort.sjol.is - Gátlistar: sjol.is/gatlisti - Veiðireglur: sjol.is/reglur

Gilbert úrsmiður Vesturröst Cintamani