Um helgina (8.-9. ágú) hélt Sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar landsmót sitt á Siglufirði. Þetta var sjötta landsmótið í mótaröð Sjól í sjóstangaveiði.
Á mótinu voru 25 keppendur á sjö bátum og alls veiddust 13,5 tonn. Veðrið setti strik í reikninginn í þetta sinn, stíf norðanátt og þung undiralda fyrri daginn.
Jóhannes Marian Simonsen og Svala Skúladóttir voru aflahæst og Ásgeir Frímannsson aflahæsti skipstjórinn á Blíðfara ÓF 70. Flestar tegundir fékk Birgir Þór Kjartansson, 6 tegundir, á Ásdís ÓF 9 með Sverrir Mjóförð Gunnarsson sem skipstjóra. Sigurjón Már Birgisson veiddi stærsta fisk mótsins sem var 19,6 kg þorskur. Flest stig til Íslandsmeistara fengu þau Jóhannes og Svala.
Skúli Már leiðir karla keppnina með 749 stig, Sigurjón Már er næstur með 726 stig og þá Jón Einarsson með 700 stig.
Björg leiðir kvenna keppnina með 733, Sigríður Rögnvaldsdóttir er næst með 688 stig og þá Svala Skúladóttir með 671 stig.
Skoða má úrslitin nánar í mótskerfi Sjól. > mot.sjol.is
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Sjól. > facebook.com/sjostong