Gátlisti fyrir trúnaðarmenn
> Sjá nánar um veiðireglur og hlutverk trúnaðarmanns á sjol.is/reglur.
Á bryggju
- Tryggja að 1. fiskikassar, 2.
mælistika, 3. beita og 4.
ís fari örugglega um borð.
- Tryggja öryggi keppenda með því að 5. athuga fjölda
björgunarvesta í samráði við skipstjóra.
- Tryggja að skipstjóri fái 6. upplýsingaumslag eða
mótsgögn.
- Tryggja að 7. nesti og vatn fyrir skipstjóra
og keppendur, eftir atvikum, fari um borð.
Við veiðar
- 1. Raða keppendum á
borðstokk í samræmi við mótsgögn. Efsti keppandi á blaði
fremst, o.s.frv.
- 2. Skrá upphaf og lok
veiðitíma í samráði við skipstjóra.
- 3. Tryggja skiptingu á miðjum
veiðitíma. Sá fremsti fer aftast o.s.frv. Helst á
siglingu. Óheimilt að sleppa skiptingu.
- 4. Ekki renna færi fyrr en aðrir
keppendur hafa komið sér fyrir.
- 5. Gæta þess að farið sé eftir
veiðireglum.
Á heimstími
Fylla út trúnarmannaskýrslu:
- 1. Skrá tegundir fiska sem
hver veiðimaður veiddi.
- 2. Skrá upphaf og lok
veiðitíma og láta skipstjóra staðfesta.
- 3. Áætla fjölda bryggjukara
hvers veiðimanns í samráði við skipstjóra.
- 4. Minna veiðimenn á að setja stærstu
fiska uppá vír eða í poka eftir atvikum.
Löndun
- 1. Yfirumsjón með löndun og
frágang á bryggju.
- 2. Tryggja að bryggjukör séu merkt
veiðimanni.
- 3. Tryggja að stærstu fiskar
hvers veiðimanns fylgi bryggjukari.
- 4. Staðfesta fjölda
bryggjukara hvers veiðimanns á skýrslu.
- 5. Afhenda fulltrúa löndunargengis
skýrsluna.