Gleðilega hátíð 2023

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2023 senn að líða og framundan nýtt og spennandi veiðiár.

Stjórn Sjól vill þakka öllum fyrir einstaklega góðan félagsskap og samveru á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð 2023

Íslandsmeistari SJÓL 2023

Síðastliðinn laugardag var haldið glæsilegt lokahóf sjóstangaveiðifélaga þar sem Landssambandið krýndi nýja íslandsmeistara sem og önnur afreksverðlaun.

Íslandsmeistarar SJÓL 2023 eru Pétur Sigurðsson, SjóAk og Björg Guðlaugsdóttir, SjóSnæ og óskar stjórn SJÓL þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Helstu verðlaunahafar eru þessi en ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu SJÓL.

Íslandsmeistari 2023
1. Pétur Sigurðsson, SjóAk: 746 stig.
1. Björg Guðlaugsdóttir, SjóSnæ: 740 stig.

2. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip: 704 stig.
2. Guðrún Jóhannesdóttir, SjóAk: 693 stig.

3. Pawel Szalas, SjóSnæ: 702 stig.
3. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl: 676 stig.

Heildarafli karla 2023
1. Pawel Szalas, SjóSnæ: 4.490kg.
2. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip: 3.897kg.
3. Gunnar Magnússon, SjóSigl: 3.835kg.

Heildarafli kvenna 2023
1. Björg Guðlaugsdóttir, SjóAk: 4.284kg.
2. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl: 3.184kg.
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SjóAk: 2.874kg.

Flestar tegundir 2023
1. Darius Wojciechowski, SjóSnæ: 9 tegundir.
2. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip: 8 tegundir.
3. Birgir Þór Kjartansson, SjóNes: 8 tegundir.

Landsmet 2023
Skúli Már Matthíasson, Sjóskip: Flundra – 0.690kg.

SJÓL vill þakka öllum þeim sem komu að mótshaldi sumarsins sem og öllum þeim keppendum sem tóku þátt og þeim styrktaraðilum sem lögðu okkur lið við að gera upp árið með glæsibrag.

Sjáumst hress og kát á nýju veiðiári.

Stjórn SJÓL.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistari SJÓL 2023

LOKAHÓF SJÓL 2.SEPT. 2023

Kæru félagar.

Nú er lokahófið okkar bara eftir rúma viku eða laugardaginn 2. september þar sem við samgleðjumst yfir mótum sumarsins í góðum félagsskap og tilkynnum íslandsmeistara 2023 ofl.

Sem sagt allt á fullu eins og vanalega og þurfa þáttakendur að tilkynna sig til síns formans sem upplýsir síðan stjórn SJÓL fyrir lok dags á mánudaginn 28. ágúst.

Lokahófið fer fram á Grandagarða 18, Höllin – félagsheimili SJÓR

Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Dagskrá kvöldsins:Verðlaunaafhending, kvöldverður, hlátur, köll og gleði.

Miðaverð: kr. 10.000,-.

MIKILVÆGT! Veislugestir þurfa að koma með eigin veigar, hvort sem það er 0% eða meira 🙂


Kær kveðja,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við LOKAHÓF SJÓL 2.SEPT. 2023

Aðalmót SjóSigl 25.-26. ágúst 2023

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóSigl 25.-26. ágúst 2023

Aðalmót SjóAk 18.-19. ágúst 2023

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóAk 18.-19. ágúst 2023

Leiðrétting! Lokahóf SJÓL 2.sept.

Heil og sæl kæru félagar.

Á heimasíðu SJÓL kom fram að lokahóf væri dagsett 9. september en það rétta er að lokahófið verður haldið laugardaginn 2. september þannig að biðin styttist um viku 🙂

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Leiðrétting! Lokahóf SJÓL 2.sept.

Aðalmót Sjónes 14.-15. júlí 2023

Þá er komið að Sjóstangaveiðimóti Sjónes 2023 sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Fimmtudagur 13. júlí.
Mótið verður sett og mótsgögn afhent kl. 20:00. á Hótel Hildibrand.
Matarmikil súpa og brauð í boði Sjónes.
Frítt í sund báða daganna

Föstudagur 14. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur,
og síðan er haldið til veiða og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp,

kaffi og brauð á bryggjunni við löndun.

Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins, í Beituskúrnum.

Laugardagur 15. júlí.
Lagt úr höfn við vigtarskúrinn kl. 6:00 og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur, síðan haldið á miðin og veitt í 6 tíma frá fyrsta rennsli, svo haldið til hafnar.

Tekið verður á móti keppendum, mökum,og skipstjórum, með kaffi,og brauði á löndunar stað við vigtarskúrinn.

Kl. 19:30 opnar Hótel Hildibrand kl 20:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð, og verðlaunaafhending.

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Mótsgjald er 15.000.- krónur, og innifalið miði á lokahófið, aukamiði kostar 5.000 kr.

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn um borð.

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi miðvikudaginn 5. júlí.

Matthías ( sími: 477 1663 , 848 7259 ) Kári (sími 860 7112 ) Netfang mattisveins54@gmail.com

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjónes 14.-15. júlí 2023

AÐALMÓT SJÓR 2023

Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á aðalmótið okkar á Patreksfirði, 9.–10. júní 2023.

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 2. júní, kl. 20:00
Keppnisgjald er 15.000 kr. Stakur miði á lokahófið er 5.000 kr.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 föstudaginn 2. júní og munið að taka fram ef þörf er á aukamiða fyrir gest á lokahóf.

Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Lúthers Einarssonar, í síma 893 4007 eða ljosafl@simnet.is Mælst er til að keppendur millifæri þátttökugjaldið um leið og þeir skrá sig.
515-14-405483, kt. 580269-2149 – ENGINN POSI Á STAÐNUM

Annað
Gos og vatn verður um borð í bátum. Skipstjórar og aðstoðarfólk þeirra fá nesti.

Við gerum ráð fyrir að þeir sem á annað borð hafi ætlað sér að koma á mótið, séu búnir að útvega sér gistingu en ef einhver veit um lausa gistingu, er það Þorgerður. Hún mun glöð veita ykkur allar upplýsingar sem hún getur í síma 691 0554.

DAGSKRÁ
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107

Veitingar í boði SJÓR og formaður fer yfir helstu atriðin.

Föstudagur 9. júní
Kl. 5:00 Mæting á bryggju
Kl. 6:00 Bryggjuveiði í 15 mín.
Kl. 6:15 Haldið til veiða

Veitt verður í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma. Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.

Eftir veiði geta gestir yljað sér á heitu kaffi/kakói og fengið sér smá bita með.
Það  verður á sama stað og undanfarið – fyrir aftan Fiskmarkaðinn.

Kl. 19:00 Súpa og brauð í Félagsheimilinu og farið yfir aflatölur dagsins.
Þær verða síðan birtar á sjol.is

Laugardagur 10. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Bryggjuveiði í 15 mínútur
Kl. 06:15 Haldið til veiða


Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma.
Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Kl. 19:30 Húsið opnað

Kl. 20:00 Formleg dagskrá hefst. Boðið verður uppá aðalrétt og eftirrétt, gos og vatn á staðnum. Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara er þeim velkomið að koma með sínar „guðaveigar“ 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja, stjórn SJÓR

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við AÐALMÓT SJÓR 2023

Aðalmót SjóSnæ 12.-13. maí 2023

Stjórn SnjóSnæ býður ykkur velkomin á opna SjóSnæ mótið helgina 12.-13. maí 2023.
Þetta er annað aðalmót sumarsins sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2023

Lokaskráning í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí fyrir kl. 20:00

Fimmtudagur 11. maí
Kl. 20:00 Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði SjóSnæ
Bryggjuveiði verður útskýrð nánar á mótssetningunni

Föstudagur 12. maí
Kl. 05:00 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Bryggjuveiði
Kl. 06:15 Haldið til hafs frá Ólafsvík

Veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar

Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land

Úrslit dagsins birtast á sjol.is og með nesti á laugardeginum

Laugardagur 13. maí
Kl. 05:30 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Bryggjuveiði
Kl. 06:15 Haldið til hafs frá Ólafsvík

Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi
Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst Kl. 20:00

Keppnisgjald kr. 15.000,- Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Hægt er að greiða inná bankareikning 0190-26-007525 kt. 700597-2889
ATHUGIÐ AÐ ENGINN POSI ER TIL AÐ TAKA VIÐ GREIÐSLU

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu á föstudag eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyrir lokahóf SjóSnæ.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 sunnudaginn. 7. maí. Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma: 844-0330 eða netfang: sigurjon.hjelm@gmail.com

Kær kveðja,
Stjórn SjóSnæ

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóSnæ 12.-13. maí 2023

Aðalmóti SJÓVE 28.-29. apríl 2023 frestað

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja hefur tilkynnt Sjól að boðað aðalmót félagsins 27.-28. apríl hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmóti SJÓVE 28.-29. apríl 2023 frestað